Grjótgarðar í Grindavík


Suðurverk gerði tvo brimvarnargarða sem verja höfnina í Grindavík. Verkið hófst í mars 2002 og kláraðist í september 2003. Í garðana fóru um 180.000 rúmmetrar af grjóti. Grjótstærð í þessu verki var allt að 30 tonn á stein.


Verkið var unnið fyrir Grindavíkurbæ og samningsupphæð var 180 milljónir króna. Verkið happnaðist einstaklega vel og gjörbreytti aðstæðum við innsiglinguna í Grindavíkurhöfn og jók öryggi.