Kvíslarveitur


Kvíslaveita er samheiti á stíflum, skurðum, botnrásum og lokuvirkjum til að veita rennsli úr ýmsum þverám Þjórsár og efsta hluta Þjórsár í Þórisvatnsmiðlun. Suðurverk vann 3 og 5 áfanga auk vinnu við Þórisvatnsmiðlun.


Kvíslarveitur 3. áfangi var unninn á árunum 1983-1984. Efnismagn var 1.300.000 m³. 5. áfangi Kvíslaveitna var unninn árin 1996 og 1997 og þar var efnismagnið um 1.000.000 m³.


Vinna við Þórisvatnsmiðlun upp á 350.000 m³ gröft og 80.000 m³ af fyllingum fór fram á árunum 2002 og 2003.