Þverárfjall


Vegur yfir Þverárfjall í Skagafirði. Vegurinn liggur upp úr Skagafirðinum rétt norðan Sauðárkróks yfir í Húnavatnssýslu norðan við Blönduós. Lengd vegarins var um 12 km og efnismagn sem fór í hann 550.000 m³.


Vegurinn var unnin fyrir Vegagerð ríkisins og samningsupphæð var um 200 milljónir króna. Verktíminn var frá árinu 2000 til 2003.