Desjarár- og Sauðárdalsstíflur


Verkið fólst í byggingu tveggja stíflna við Kárahnjúkavirkjun, Desjarárstíflu og Sauðárdalsstíflu. Verkið hófst í apríl 2004 og lauk í ágúst 2007. Magntölur verksins eru gröftur jarðefna upp á 610.000 m³ og 4.100.000 m³ af fyllingum.


Verkkaupi var Landsvirkjun en samningsupphæð verksins var um 3.6 miljarðar króna. Suðurverk var með vinnubúðir við Kárahnjúka á verktímanum þar sem að jafnaði voru um 100 manns að störfum.


Myndir frá verkinu