Starfsmannastefna

1. Fyrirtækið leitast ávallt við að hafa á að skipa hæfu, ábyrgu, áhugasömu og traustu starfsfólki í samræmi við starfssvið fyrirtækisins. Sóst er eftir fólki sem á auðvelt með að vinna í hópi og er sveigjanlegt. Mikilvægt er að gagnkvæm virðing og umburðarlyndi einkenni samskipti innan fyrirtækisins.


2. Öryggis – og umhverfismál eru á sameiginlegri ábyrgð allra starfsmanna. Leitast skal við að tryggja öllum starfsmönnum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Mikilvægt er að starfsfólk þekki og vinni í samræmi við skráðar öryggisreglur fyrirtækisins og gildandi vinnuverndarreglur til að tryggja öryggi fólks, búnaðar og vinnuumhverfis. Einnig að það noti undir öllum kringumstæðum öryggisbúnað, hlífðarfatnað og persónuhlífar sem kröfur eru gerðar um.


3. Allir starfsmenn bera sameiginlega ábyrgð á því að gæði séu höfð að leiðarljósi í samskiptum við verkkaupa og aðra þá er fyrirtækið á í viðskiptum við. Markmið fyrirtækisins er að takast á við breytingar með jákvæðu hugarfari og faglegri og persónulegri færni.


4. Fyrirtækið leggur áherslu á að bjóða starfsmönnum upp á besta tækjakost sem völ er á hverju sinni og leggur með því grunn að þróun og þjálfun á færni starfsmanna. Lögð er áhersla á nýliðaþjálfun til að koma starfsfólki sem fyrst inn í vinnuaðstæður og uppbyggingu fyrirtækisins.


5. Konum og körlum er starfa hjá fyrirtækinu eru greidd jöfn laun og njóta sömu kjara og réttinda fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Gæta skal jafnréttis við ráðningar og huga að því að jafna stöðu kynjanna.


6. Fyrirtækið leggur áherslu á að öll hegðun sem flokkast undir einelti eða kynferðislega áreitni sé ekki liðin.


7. Leitast skal við að upplýsingagjöf sé góð til að unnið sé sem best samkvæmt stefnu og markmiðum fyrirtækisins. Mikilvægt er að starfsmannamál séu meðhöndluð á samræmdan hátt og að jafnræði og sanngirni skuli ríkja í öllum samskiptum á vinnustað.


Uppfært: 17.10.2007 STE-04 – 001 Frumrit þessa skjals er vistað í rafrænni útgáfu Gæðahandbókar Suðurverks Ábyrgð: Framkvæmdastjóri Samþykkt af Dofra Eysteinssyni