Tækjakostur

Suðurverk býr yfir langstærsta tækjaflota verktakafyrirtækja á Íslandi. Tækin eru um 100 talsins og þar á meðal eru trukkar, gröfur, ýtur, hjólaskóflur, mulningsvélar, bortæki og grjótflutningaprammi.


Að auki á Suðurverk fjölda smærri tækja og verkfæra. Fyrirtækið nýtir sér nýjustu tækni fyrir tækjaflota sinn með vélstýringum og GPS tækni fyrir flest tæki svo og við mælingavinnu.